Tvö Íslandsmet á ÍM 25


Íslandsmeistaramót Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 25m laug fór fram í Laugardalslaug um síðastliðna helgi. Tvö ný Íslandsmet litu dagsins ljós og annað þeirra sett í sundhluta SSÍ en ÍM25 hjá ÍF þetta árið fór fram á milli mótshluta hjá Sundsambandi Íslands.


Jón Margeir Sverrisson er greinilega ekki dottinn úr gírnum en hann keppti um helgina og var skráður til leiks í 1500m skriðsundi á mótshluta SSÍ. Þar hafnaði Jón í 6. sæti á nýju Íslandsmeti er hann kom í bakkann á 16:46,34 mín.


Þá setti Agnar Ingi Traustason frá ÍFR nýtt Íslandsmet í flokki SB5 þegar hann kom í bakkann á 54,17 sekúndum í 50m bringusundi en Agnar sem er tiltölulega nýr í greininni fer vel af stað.


Úrslit mótsins


Mynd/ Agnar með Íslandsmetabolinn um helgina sem hann fékk fyrir nýja metið í 50m bringsundi í flokki SB5.