Sundmennirnir Már Gunnarsson ÍRB/Nes og Guðfinnur Karlsson, Firði, settu ný Íslandsmet í sundi á Extramóti SH um síðustu helgi.
Már setti nýtt Íslandsmet í 50m baksundi og 200m baksundi en Guðfinnur setti nýtt Íslandsmet í 800m skriðsundi. Báðir keppa þeir í flokkum sjónskertra/blindra, Már í flokki S12 en Guðfinnur í flokki S11 sem er flokkur alblindra.
Extramót SH Ásvallalaug Hafnarfjörður 28. – 29. október
Már Gunnarsson S12 50 baksund 0:33,73 28/10/17
Már Gunnarsson S12 200 baksund 2:32,37 28/10/17
Guðfinnur Karlsson S11 800 frjáls aðferð 11:36,21 28/10/17
Mynd/ Már Gunnarsson með tvö ný Íslandsmet um helgina en mánaðarmótin nóvember-desember verður hann staddur í Mexíkó á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi.