Það var greinlega vant fólk við stjórnvölinn á Húsavík þar sem Íslandsmót í boccia einstaklingskeppni fór fram um helgina. Umsjón hafði Bocciadeild Völsungs í samstarfi við boccianefnd ÍF. Mótsstjóri var Egill Olgeirsson, yfirdómari Anna María Þórðardóttir og umsjón með tölvumálum og útreikningi hafði Karl Þorsteinsson. Framkvæmd var til mikillar fyrirmyndar og Húsvíkingar geta verið stoltir af þessu glæsilega verkefni.
Dómgæsla var í höndum félaga Kíwanisklúbbsins Skjálfanda sem hefur verið helsti bakhjarl deildarinnar frá upphafi. Til aðstoðar voru nemendur úr FSH, Borgarhólsskóla og ýmsir aðilar sem sóttu dómaranámskeið ÍF í boccia. Við mótssetningu sagði Egill Olgeirsson, formaður deildarinnar ; ,, Til að lítið félag eins og Bocciadeild Völsungs geti tekið að sér svona stórt og krefjandi verkefni að standa fyrir Íslandsmóti, þarf a leita til margra um stuðning og aðstoð, bæði einstaklinga, félaga og fyrirtækja. Án mikils velvilja og góðar aðstoðar nærsamfélagsins væri þetta ekki mögulegt" Hann þakkaði öllum þeim sem höfðu aðstoðað vegna mótsins en það kom vel í ljós að deildin á marga góða bakhjarla. Ein af þeim er Svanhildur Þorleifsdóttir sem ÍF veitti sérstaka viðurkenningu sem ,,konan bak við tjöldin" Lokahóf var skipulagt af GB viðburðum en þar veitti IF þremur einstaklingum heiðursmerki ÍF.
Úrslit mótsins eru hjálagt á mynd en efstu sæti skipuðu; 1 deild Guðmundur Örn Björnsson, Þjóti, 2. deild Sigurður S Ragnarsson, ÍFR, 3 deild Ragnar L Ólafsson, Nes, 4 deild Sigríður S Ásgeirsdóttir Nes, 5 deild Steinunn M Þorgeirsdóttir, Eik, Rennuflokkur, Kristján Vignir Hjálmarsson, Ösp, BC 1 - 4 Ingi Björn Þorsteinsson, ÍFR
Myndir; Egill Olgeirsson við mótssetningu. Fulltrúar Völsungs við mótssetningu, Verðlaunahafar í BC 1- 4 ásamt Þórði Á Hjaltested formanni ÍF og Önnu Maríu Þórðardóttur frá Bocciadeild Völsungs, Nemendur FSH ásamt keppanda, Dómarar að störfum
Fleiri myndir eru á fbsíðu ÍF og verða settar inn á 123.is/if