Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson er úr leik á heimsmeistaramóti fatlaðra sem nú stendur yfir í Peking í Kína. Þorsteinn skoraði 608 stig í morgun í svokallaðri „ranking“ keppni sem raðar mönnum inn í útsláttarkeppnina.
Í sjálfri útsláttarkeppninni í 48 manna úrslitum mætti Þorsteinn Hong Kong manninum Ngai Ka Chuen þar sem sá síðarnefndi hafði naumn 136-129 sigur og Þorsteinn því úr leik. Þar með er stórmótatörn Þorsteins lokið á þessu ári en hann stefnir ótrauður að því að vinna sér inn sæti á Paralympics í Tokyo 2020.
Ingi Þór Einarsson annar tveggja yfirmanna landsliðsmála hjá ÍF var með Þorsteini ytra á mótinu og sagði hann Þorstein hafa skorað betur á þessu móti en hann gerði á Paralympics 2016 þegar Þorsteinn varð þar fyrsti bogimimaður Íslands á Paralympics.
„Þrátt fyrir að hafa dregið verulega á mótspilara sinn í seinustu tveimur umferðum í útslættinum dugði það ekki til að þessu sinni og Þorsteinn því úr leik,“ sagði Ingi Þór.
Mynd/ Frá HM í Peking í dag þar sem Þorsteinn féll út í 48 manna úrslitum í Compound Men Open keppni.