Helgi með silfur í London!


Helgi Sveinsson hafnaði í dag í 2. sæti í spjótkasti á heimsmeistaramóti fatlaðra sem nú stendur yfir í London. Helgi kastaði lengst 56,74 metra sem dugði honum fyrir silfrinu.


Í flokki Helga er keppt í sameinuðum flokkum F42,43 og 44 en það var Paralympic-meistarinn Akeem Stewart sem fór heim með gullið en hann kastaði lengst 57,61 meter.


Kastsería Helga í dag: 54,49 - 50,45 - 56,74 - 55,65 - 55,76 - 55,09


Helgi setti heimsmeistaramótsmet fyrir flokk F42 með kastinu upp á 56,74 metra en það met mun standa amk næstu tvö árin eða þangað til HM fer fram á nýjan leik árið 2019.

Mynd/ Laurent Bagins - Helgi á Ólympíuleikvanginum í London í dag.