Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fer fram á Selfossi dagana 8. og 9. júlí næstkomandi. Samkvæmt veðurspám má gera ráð fyrir góðum skilyrðum við mótið. Íslandsmót ÍF fer fram samhliða meistaramóti frjálsíþróttasambands Íslands.
Keppni hefst á laugardag kl. 10:30 en fyrsta grein á dagskrá er langstökk kvenna í flokki F20 (þroskahamlaðir). Keppni heldur svo áfram á sunnudeginum og hefst á sama tíma eða kl. 10:30 og hefjast þá leikar á langstökki kvenna í flokki F37 (hreyfihamlaðir).
Hér má sjá tímaseðil/keppnisdagskrá helgarinnar
Mynd/ Suðrakonan Hulda Sigurjónsdóttir verður á heimavelli um helgina.