Minningarmót Harðar Barðdal er haldið árlega á púttvelli Keilis við Hraunkot. Hörður Barðdal var einn af frumkvöðlum íþrótta fatlaðra á Íslandi og hann vann markvisst að því að skapa tækfæri til að auka þátttöku fatlaðra í golfíþróttinni.
Minningarmót Harðar Barðdal fór fram 19. júní 2017 á púttvelli Keilis við Hraunkoti. Í flokki fatlaðra sigraði Bjarki Guðnason, nr 2 var Elín F Olafsdóttir og nr 3 var Sigurður Guðmundsson. Ī flokki ófatlaðra sigraði Ingvar Árnason nr 2 var Kristmann Magnússon og nr 3 var Ari Sigurðsson. Hvatningarverðlaun hlaut Gauti Árnason en hvatningarverðlaun eru veitt fyrir góða mætingu og ástundun æfinga. Umsjón og skipulag mótsins var í höndum stjórnar GSFÍ.