Fjórir frjálsíþróttamenn tóku þátt á Berlín Grand Prix mótinu í Þýskalandi um helgina en þetta voru þau Helgi Sveinsson, Patrekur Andrés Axelsson, Stefanía Daney Guðmundsdóttir og Hulda Sigurjónsdóttir. Þrjú ný Íslandsmet litu dagsins ljós.
Patrekur Andrés sem hleypur í flokki T11 (alblindir) setti nýtt Íslandsmet í undanrásum í 200m hlaupi á tímanum 26,99 og bætti svo um betur í úrslitum á tímanum 26,30 sek og landaði þar bronsverðlaunum í úrslitum.
Þá fann Stefanía Daney Guðmundsdóttir fjölina í langstökkina og setti nýtt Íslandsmet í flokki F20 (þroskahamlaðir) er hún stökk 4,74 metra.
Hulda Sigurjónsdóttir kastaði lengst 9,34m. í kúluvarpi (F20) og landaði silfri og þá vann Helgi Sveinsson til gullverðlauna í spjótkasti (F42-44) er hann kastaði lengst 52,99m.
Patrekur Andrés Axelsson, Ármann - 100 og 200m hlaup
(Guide: Andri Snær Ólafsson Lukeš)
200m undanrásir - 26,99 sek. Nýtt Íslandsmet!
200m úrslit - 3. sæti - 26,30 sek. Nýtt Íslandsmet! - bronsverðlaun
100m undanrásir - 13,03 sek.
100m úrslit - 12,97 sek. - silfurverðlaun
Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Eik - 400m hlaup og langstökk
400m úrslit - 1:09,98 mín. - bronsverðlaun
Langstökk, úrslit - 4,74 m - nýtt Íslandsmet! (stökksería: 4,21 - 4,58 - 4,62, 4,60 - 4,74)
Helgi Sveinsson, Ármann - spjótkast
Spjótkast, úrslit - 52,99 - gullverðlaun (kastsería: 52,30 - 48,82 - 51,01 - 52,82 - 52,99 - 51,23
Hulda Sigurjónsdóttir, Suðri - kúluvarp
Kúluvarp, úrslit - 9,34m (kastsería: 9,11 - 9,16 - 9,34 - 9,03 - 9,08 - 9,33) - silfurverðlaun
Mynd/ Patrekur t.v. og Andri Snær hlaupaleiðbeinandi Patreks t.v. en sjónskertir og blindir notast við hlaupaleiðbeinendur í sínum keppnum (e. guide).