Þorsteinn féll út í 8-manna úrslitum á Ítalíu


Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson frá Boganum í Kópavogi er staddur á Ítalíu um þessar mundir þar sem hann tók þátt í opna Europa Cup mótinu. Að lokinni „ranking“-umferð í gær var ljóst að Þorsteinn myndi í dag mæta Rúmenanum Filip Ghiorghi. Þorsteinn hafði þar sigur í 16 manna úrslitum með 129 stig gegn 124.


Í 8-manna úrslitum mætti hann sterkum bogfimimanni frá Tyrklandi, Aygan Erdogan, þar var um að ræða hörku spennandi keppni sem fór 136-135 fyrir Erdogan sem reyndar er komin alla leið í úrslit um gullið. Þorsteinn hefur því lokið keppni á mótinu þar sem nokkuð hvasst var sem gerði Þorsteini erfitt fyrir þar sem hann keppir í opnum flokki Compound á meðan flest allir aðrir keppendur sitja þá keppir Þorsteinn standandi.

Mynd/ Margrét Kristín - Þorsteinn í keppninni á Ítalíu