Íslenskir keppendur að standa sig vel á Nordic Special Golf Cup 2017


Nordic Special Golf Cup 2017 fór fram í Helsingør í Danmörku um helgina. Special Olympics á Íslandi fékk  boð um að senda keppendur á mótið og GSFÍ sá um að velja keppendur og skipuleggja þátttöku. Mjög strangar kröfur voru um forgjöf. 

Nordic Special Golf Cup 2017 fór fram í Helsingør í Danmörku á fallegum og virkilega krefjandi skógar velli. Formaður GSFÍ, Ólafur Ragnarsson tók saman eftirfarandi texta um þátttöku Íslendinganna á mótinu. ,,Okkar keppendur stóðu sig frábærlega, Bjarki Guðnason GS toppaði á hárréttum tíma og spilaði á 42 punktum  og vann B flokkinn(Forgjöf 14,1-30). Elín Ólafsdóttir GK varð í fimmta sæti í sama flokki.  Pálmi Þór Pálmason GKB varð í sjötta sæti í A flokk(Forgjöf 0-14) en í þeim flokki er leikinn höggleikur."   ÍF og Special Olympics á Íslandi óska íslenska liðinu  og GSFÍ  til hamingju með glæsilegan árangur