Það var skemmtileg stemming á Íslandsleikum Special Olympics á Þróttarvellinum 21. mai.Fleiri myndir á 123.is/if
Áralangt samstarf við KSÍ vegna þessa verkefnis hefur verið mjög ánægjulegt. Nú sem fyrr stýrði Guðlaugur Gunnarsson frá KSÍ mótinu og dómarar komu frá KSÍ.
LETR á Íslandi stýrði kyndilhlaupi en hlaupið var með logandi kyndil frá TBR húsinu og á Þróttarvöllinn. Þar tók Guðni Bergsson formaður KSÍ við kyndlinum og tendraði eld leikanna ásamt Guðmundi Sigurðssyni lögreglumanni. Freyr landsliðsþjálfari kvenna stýrði upphitun en það voru Ösp, Nes og Suðri sem tóku þátt frá aðildarfélögum ÍF auk þess að gestalið var frá FC Sækó.Lið Aspar sigraði í styrkleikaflokki 1 og 2 en allir sýndu góð tilþrif. Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF afhenti verðlaun í lok keppni. Knattspyrna hentar öllum og stefnt er að því að auka þátttöku barna og unglinga með sérþarfir í knattspyrnu m.a. með aukinni fræðslu til knattspyrnuþjálfara.
Innilegar þakkir allir sem komu af undirbúningi og framkvæmd leikanna 2017