Hjörtur með nýtt heimsmet í 1500m skriðsundi!


Sundmaðurinn Hjörtur Már Ingvarsson, Fjörður, setti nýtt heimsmet í 1500m skriðsundi í flokki hreyfihamlaðra á Landsbankamótinu í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Hjörtur synti þá á 25.20,22 mín.


Hjörtur keppir í flokki S6 sem er flokkur hreyfihamlaðra en flokkar hreyfihamlaðra í sundi eru S1-S10 (S1 er þá flokkur þeirra sem hafa mesta fötlun).


Sannarlega glæsilegur árangur hjá Hirti en aðeins rúmri viku áður en Landsbankamótið fór fram var heimsmetið í greininni sett í 26.00,21 mín. en Hjörtur sá til þess að það metið varð ekki langlíft.