Beth Fox Education and Outreach Director, NCSD bað ÍF að kanna áhuga á námskeiðum 2018.
Leiðbeinendur frá NSCD aðstoða þátttakendur og dagskrá er fjölbreytt og skemmtileg. ÍF hefur átt mjög gott samtstarf við NSCD Winter Park. (National Sport Center for disabled)
Þar er staðið að fjölbreyttu útivistarstarfi fyrir fólk með fötlun, jafnt sumar sem vetur.
Beth Fox frá NSCD hefur verið leiðbeinandi á skíðanámskeiðum ÍF frá árinu 2006.
1. Útivistar og ævintýraferðir fyrir fjölskyldur fatlaðra barna til Winter Park 2018.
Tímasetning er 16. - 23. janúar 2018 (flogið til Denver)
2. Útivistar og ævintýraferð ,,Womens Week" 2018.
Tímasetning er 23. - 30. janúar 2018. Hrafnhildur Kristbjörns og Björk Sigurðar fóru til Winter Park 2017 og skemmtu sér vel.
Fólk verður á eigin vegum en ÍF er tengiliður við NCSD. Beth mun útbúa og senda tilboð í heildarpakka fyrir íslenska þátttakendur. Innifalið er m.a. gisting, aðgengi að lyftu, skíðakennsla o.fl. Tilboð tekur mið af fjölda þátttakenda og því skiptir máli að fá upplýsingar sem fyrst frá þeim sem áhuga hafa.
Kíkið á heimasíðu NSCD til að kanna málið.
Vinsamlegast staðfestið áhuga á þáttöku til annak@ifsport.is. Nánari upplýsingar verða sendar út síðar á staðfest netföng.