Róbert Ísak með nýtt Íslandsmet í Sheffield


Opna breska meistaramót fatlaðra í sundi, sem fór fram í Sheffield, lauk þann 30. apríl. Mótið var í öruggum höndum heimamanna í Sheffield og komust þau Róbert og Þórey vel frá sínu. Megin tilgangur ferðarinnar var að Róbert og Þórey undirgengust alþjóðlega flokkun. 

Á mótinu bætti Róbert Ísak meðal annars árangur sinn og sló gamalt Íslandsmet sem var áður í eigu Gunnars Arnars Ólafssonar í 100m baksundi. Þórey stóð sig einnig vel og náði meðal annars að bæta tímann sinn í skriðsundinu.

Tíminn sem Róbert synti á var 1:07:81.