Fimm Íslandsmet litu dagsins ljós á seinni keppnisdegi Íslandsmóts Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 50m laug en þar voru á ferðinni Már Gunnarsson sundmaður ÍRB/Nes úr Reykjanesbæ, Thelma B. Björnsdóttir úr ÍFR og Kristín Þorsteinsdóttir sundkona Ívars frá Ísafirði.
Már setti nýtt Íslandsmet í flokki S12 í 50m baksundi og tók þannig enn eitt metið sem verið hafði í eigu Birkis Rúnars Gunnarsson. Thelma B. Björnsdóttir bætti svo eigin Íslandsmet í 50 og100 og Kristín Þorsteinsdótti, sem keppir í flokki S16 sem er flokkur einvörðungu skipaður keppendum með Downs-heilkenni, bætti einnig eigin Íslandsmet í 50m skriðsundi og 50m baksundi.
Hér neðanmáls má sjá tíma þeirra keppenda sem Íslandsmetin settu.
Íslandsmót ÍF Sundlaug Laugardals 08. - 09. apríl
Laugardagur:
Már Gunnarsson S12 200 frjáls aðferð 2:22,78 08/04/17
Kristín Þorsteinsdóttir S16 50 flugsund 0:42,15 08/04/17
Kristín Þorsteinsdóttir S16 100 frjáls aðferð 1:28,24 08/04/17
Sunnudagur:
Kristín Þorsteinsdóttir S16 50 frjáls aðferð 0:37,65 09/04/17
Már Gunnarsson S12 50 baksund 0:35,34 09/04/17
Kristín Þorsteinsdóttir S16 50 baksund 0:52,11 09/04/17
Thelma Björg Björnsdóttir Sb5 50 bringusund 0:53,33 09/04/17
Thelma Björg Björnsdóttir Sb5 100 bringusund 1:54,96 09/04/17
Mynd/ Jón Björn - Kristín Þorsteinsdóttir frá Ívari á Ísafirði setti fjögur ný Íslandsmet um helgina!