Kolfinna tvöfaldur Íslandsmeistari síðustu helgi


Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í TBR-Húsinu í Reykjavík föstudaginn 31. mars og laugardaginn 1. apríl. Kolfinna Bjarnadóttir úr HK landaði tveimur titlum á mótinu þegar hún varð Íslandsmeistari í Opnum flokki sem og kvennaflokki.


Hákon Atli Bjarkason ÍFR varð Íslandsmeistari í sameinuðum flokki standandi og sitjandi karla og þá varð Guðmundur Hafsteinsson ÍFR Íslandsmeistari í flokki þroskahamlaðra karla.


Í tvíliðaleik urðu ÍFR-ingarnir Jón Þorgeir Guðbjörnsson og Hilmar Björn Zoega Íslandsmeistarar.


ÍF þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við mótið.


Myndir/ Efsta mynd: Kolfinna í miðri baráttu á Íslandsmótinu. Næstefsta mynd er úrslit mótsins og þriðja myndin er af verðlaunahöfum í Opnum flokki.