Heiðursmerkjahafar á sambandsþingi ÍF 2018


Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra fór fram á Radisson Blu Hóteli Sögu um síðastliðina helgi. Við þingið lét Sveinn Áki Lúðvíksson af störfum sem formaður ÍF frá 1996 og við starfanum tók Þórður Árni Hjaltested.


Á þinginu veitti stjórn sambandsins nokkrum einstaklingum heiðursmerki fyrir sín störf í þágu íþrótta fatlaðra en heiðursmerkin voru eftirfarandi:



Heiðursfélagi:
Sveinn Áki Lúðvíksson var gerður að heiðursfélaga Íþróttasambands fatlaðra og er annar núlifandi Íslendingurinn til að vera heiðursfélagi sambandsins ásamt Ólafi Þór Jónssyni fyrrum stjórnarmanni og keppanda hjá ÍF.


Æðsta heiðursmerki ÍF: Sveinn Áki Lúðvíksson
Æðsta heiðursmerki ÍF, er gullmerki á krossi, borið í borða í íslensku fánalitunum. Skal veita íslenskum ríkisborgara, sem unnið hefur langvarandi og góð störf í þágu ÍF, íþróttahreyfingarinnar í heild, einstakra íþróttahéraða, íþróttagreina eða með öðrum hætti, sem stjórn sambandsins ákveður, en störf viðkomandi verða að hafa haft afgerandi áhrif á framgang íþrótta fatlaðra.



Gullmerki ÍF:
Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ.
Karl Þorsteinsson formaður boccianefndar ÍF.
Guðbjörg Ludvigsdóttir í fagráði ÍF.
Ragnheiður Austfjörð formaður Íþróttafélagsins Eikar á Akureyri.
Jóhann Arnarson varaformaður ÍF.
Guðlaugur Ágústsson fráfarandi stjórnarmaður ÍF og fyrrum formaður Íþróttafélagsins Fjarðar.
Halldór Sævar Guðbergsson stjórnarmaður ÍF.


Gullmerki sambandsins, er úr gulli og veitist íslenskum ríkisborgara fyrir góð störf í þágu íþróttamála fatlaðra í heild, einstakra íþróttagreina eða félaga. Einnig má veita erlendum ríkisborgurum gullmerki ÍF.



Silfurmerki ÍF:
Eva Þórdís Ebenezersdóttir fráfarandi stjórnarkona ÍF og fyrrum keppandi.

Silfurmerki ÍF skal veita þeim einstaklingum, sem inna af höndum skipulags- stjórnunar eða þjónustustörf í þágu íþrótta fatlaðra, og íþróttamönnum fyrir góða og árangursríka iðkun og hafa verið öðrum til fyrirmyndar.


Myndir/ JBÓ - Frá heiðursveitingum við 18. sambandsþing þann 25. mars 2017.