Thelma setti tvö ný Íslandsmet í Kaupmannahöfn


Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík sendi þrjá sundmenn á World Paraswimming mótaröðina sem fram fór í Kaupmannahöfn dagana 10.-12. mars síðastliðinn. Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir setti tvö ný Íslandsmet á mótinu en Vignir Gunnar Hauksson og Sonja Sigurðardóttir tóku einnig þátt.


Thelma setti Íslandsmet í 50m bringsundi á millitímanum 53,98 sek. þegar hún varð sjötta í 100m bringusundi. Þá setti hún einnig nýtt Íslandsmet í 100m bringusundi á tímanum 1:55.12 mín.


Nánar er greint frá mótinu í stöðfærslu hjá ÍFR á Facebook sem sjá má hér að neðan


Um helgina 10 til 12 Mars lögðu þrír keppendur frá ÍFR á World Paraswimming Copenhagen. Vignir Gunnar Hauksson, Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir. Afrek helgarinnar skrifast á Thelmu Björg Björnsdóttur sem synti 5 sund og komst 3 svar í úrslit og sett tvö Íslandsmet í 50 og 100 metra bringusundi.


Sonja Sigurðardóttir synti fjögur sund og var við sína tíma. Vignir Gunnar Hauksson synti 5 sund og var við sína tíma einnig. Mótið í Kaupmannahöfn var fyrsta mótið í svo kallaðri World Para Swimming en mótin er alls 6 og eru haldinn 3 í Evrópu eitt í Asíu og eitt í Norður Ameríku og eitt í Suður Ameríku.


Þjálfari í ferðinni var Tomas Hajek og var ánægður með aðstöðu og sundlaugina.