Tennisfélag Kópavogs skipuleggur tennisnámskeið fyrir börn og unglinga með sérþarfir. Námskeiðið hefst 18.mars og er til 27.maí og er á laugardögum kl. 15:30-16:30 í Tennishöllinni Dalsmára 13, 201 Kópavogi. Gert er ráð fyrir að hvert barn sem þarf á liðveislu að halda sé með liðveislu eða foreldra eða forráðamann með sér.
Umsjónarmaður námskeiðsins er Lugi Bartolozzi en Luigi hefur sem tennisþjálfari og stuðningsfulltrúi í Klettaskóla skipulagt tennisæfingar á skólatíma frá árinu 2010. Aðstoðarkennari er Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir stuðningsfulltrúi í Klettaskóla.
Æfingar eru á laugardögum kl. 15:30 og hefjast 18. mars. Verð 11.900 kr. Öllum börnum og unglingum er velkomið að prófa eina æfingu.
Skráning