Íþróttasamband fatlaðra þakkar Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ áralangt gott samstarf


Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ þakkað gott samstarf við ÍF og Special Olympics á Íslandi  

Nú þegar Geir Þorsteinsson er að láta af embætti formanns KSÍ eftir 25 ára starf er vert að geta þess áralanga góða samstarfs sem ÍF hefur átt við KSÍ. Samstarfsverkefni ÍF, Special Olympics á Íslandi og KSÍ hafa tengst Íslandsleikum Special Olympics, Sparkvallaátaki ÍF, alþjóðaleikum Special Olympics, átaki til að efla þátttöku kvenna og barna og fleiri verkefnum. KSÍ hefur ávallt stutt starfsfólk sitt í að taka þátt í verkefnum ÍF og Special Olympics innanlands og erlendis.Dómarar frá KSÍ hafa dæmt á Íslandsleikum Special Olympics auk þess sem keppendur hafa fengið ýmsan búnað frá KSÍ.  Landsliðsþjálfarar og landsliðsmenn og konur hafa komið að verkefnum og samstarfið hefur reynst einstaklega ánægjulegt. Geir Þorsteinsson hefur þar reynst góður bakhjarl og um leið og hann fær kærar þakkir fyrir gott samstarf flytjum við honum góðar  kveðjur og óskir um farsæld á nýjum vettvangi