Vilhelm Gunnarsson gaf ÍF glæsilega gjöf


Við hófið Íþróttamaður- og íþróttakona ársins 2016 kvað ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson sér hljóðs en hann kom færandi hendi og afhenti Íþróttasambandi fatlaðra ljósmynd og ríflega 400.000 kr. styrk.


Vilhelm sem starfar sem blaðaljósmyndari hjá Fréttablaðinu og Vísir.is hélt á árinu ljósmyndasýningu á Canon-deginum í Hörpu þar sem hann sýndi og seldi myndir sínar frá Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu. Afraksturinn lét hann renna til starfsemi Íþróttasambands fatlaðra og veitti Sveinn Áki Lúðvíksson styrknum móttöku. Vilhelm afhenti einnig eina mynd af sýningunni af Aroni Einari Gunnarssyni fyrirliða íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. 

Sérdeilis rausnarlegur styrkur og kann ÍF Vilhelmi bestu þakkir fyrir veljviljann í garð sambandsins.