Íþróttamaður og íþróttakona ársins valin í dag


Í dag fer fram val á íþróttamanni og íþróttakonu ársins úr röðum fatlaðra íþróttamanna. Íþróttasamband fatlaðra stendur að hófinu sem fram fer á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík. 


Spennandi verður að sjá hvaða íþróttamenn verða fyrir valinu í ár en á síðasta ári urðu sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir og frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson fyrir valinu. 


Hér að neðan má sjá allan lista þeirra sem útnefndir hafa verið íþróttamaður- og íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra en 1977-1997 var aðeins einn íþróttamaður valinn en árið 1998 ákvað stjórn ÍF að útnefna bæði íþróttamann- og íþróttakonu ársins og hefur sá háttur verið á valinu allar götur síðan.


Íþróttafólk ársins úr röðum fatlaðra frá upphafi