Heilsuleikskólinn Háaleiti fékk góðan gest í heimsókn frá Washington


Rebecca Ralston Senior Manager Young Athlete Project hjá SOI Washington heimsótti heilsuleikskólann Háaleiti þann 26 nóvember og kynnti sér YAP verkefnið sem skólinn vinnur að

Special Olympics á Íslandi hefur frá árinu 2015 unnið að innleiðingu YAP, Young Athlete Project sem hefur það að markmiði að efla hreyfifærni barna með sérþarfir.  Á Íslandi er lögð áhersla á að öll börn geti notið verkefnisins og hafið er samstarf við nokkra leikskóla. Aðildarfélög ÍF eru einnig hvött til að setja á fót æfingar fyrir ung börn og nokkur félög bjóða í dag upp á slíkar æfingar. Heilsuleikskólinn Háaleiti hefur verið lykilsamstarfsaðili frá upphafi og efnið er innleitt í samráði við íþróttakennara leikskólans, Ástu Katrínu Helgadóttur.  Það sem einkennir YAP er einföld framsetning æfinga og mælikvarðar sem allir geta notað.  Þann 26. nóvember kom í heimsókn í Háaleiti Rebecca Ralston Senior Manager YAP hjá alþjóðasamtökum Special Olympics en hún sér m.a. um að afgreiða umsóknir um styrki vegna YAP verkefnisins. Ísland hefur fengið styrk í verkefnið og vonast er til þess að áframhaldandi stuðningur verið í boði þannig að hægt verði að halda áfram innleiðingarstarfi YAP og ná betur til leikskóla á landsbyggðinni.