Fimm ný Íslandsmet á ÍM25 í Hafnarfirði


Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 25m laug fór fram í Hafnafirði síðastliðna helgi. Mótið fór fram samhliða ÍM25 hjá Sundsambandi Íslands. Alls féllu fimm ný Íslandsmet á mótinu og eitt þeirra setti sundmaðurinn Már Gunnarsson frá ÍBR/Nes á sjálfan 17 ára afmælisdaginn sinn en Már keppir í flokki sjónskertra/blindra (S12). 


Fjögur metanna komu úr ranni sundmanna ÍFR þar sem Thelma Björg Björnsdóttir setti tvö ný met, Sandra Sif Gunnarsdóttir eitt og blönduð boðsundsveit ÍFR setti einnig met í 4x50m frjálsri aðferð þar sem Kristín Rós Hákonardóttir lét til skarar skríða en þess má geta að með henni í sveit var efnileg sundkona sem heitir Heiður Egilsdóttir en hún og Kristín Rós eru náskyldar.


Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra er störfuðu við mótið.

Íslandsmet helgarinnar:


Már Gunnarsson                   S12      400 skriðsund               4:57,08            19/11/16
Thelma Björg Björnsdóttir     SB5     100 bringusund          1:54,01            19/11/16
Thelma Björg Björnsdóttir     SB5     50 bringusund            0:53,74            20/11/16
Sandra Sif Gunnarssóttir       S13      100 fjórsund               1:30,78            20/11/16


ÍFR  - Blandað                       max 34 stig     4*50 frjáls aðferð       2:47,24            20/11/16
Vignir Gunnar Hauksson S7 / Guðmundur H. Hermannsson S9/ Kristín Rós Hákonardóttir S7 / Heiður Egilsdóttir S8 


Öll úrslit mótsins
Myndir


Myndir/ ÍF - Efri mynd er afmælisbarnið og Íslandsmethafinn Már Gunnarsson en á þeirri neðri er blönduð boðsundssveit ÍFR.