Íslandsmót ÍF í einliðaleik í boccia verður sett í íþróttahúsinu á Sauðárkróki annað kvöld en íþróttahúsið gengur jafnan undir nafninu Síkið. Hér að neðan er dagskrá mótsins ásamt upplýsingum um lokahófið sem og tengill á keppnisdagskrá helgarinnar.
Mótsetning er kl 20.00 föstudag 14. október - íþróttahús
Fararstjórafundur verður strax eftir setningu.
Keppni hefst kl 9.00 á laugardag 15/10. Til ca 21.30.
Keppni hefst kl 9.00 á sunnudag 16/10. Til ca 16.00.
Lokahóf er í menningarhúsinu Miðgarði á sunnudagskvöld
Kl. 19.00 - húsið opnar kl 18.30.
Hljómsveitin Trukkarnir leika fyrir dansi til kl 23.45.
Matseðill:
Rjómalöguð skógarsveppasúpa með brauði.
Villijurtakryddað lambalæri með kartöflum og grænmeti.
Ís í eftirrétt.
Gróska verður með sjoppu á staðnum þar sem ýmislegt gott verður til sölu t.d. kaffi, gos, brauð og sælgæti.
Á laugardeginum frá ca hádegi og fram eftir degi verður Gróska með heimalagaðar fiskibollur með kartöflum, grænmeti og laukfeiti í matinn kr 1000 á mann.