Helgi fyrstur Íslendinga á svið


Í kvöld fer spjótkastkeppnin í flokki F42-44 fram í Ríó de Janeiro. Þá verður Helgi Sveinsson, Ármann, fyrstur íslensku keppendanna á svið en keppnin hefst kl. 17:45 að staðartíma eða kl. 20:45 að íslenskum tíma.


Alls eru 16 keppendur sem náðu þátttökurétti í greininni og verður Helgi nr. 15 í kaströðinni í kvöld. Allir keppendur fá þrjú köst en átta efstu keppendurnir að loknum þremur köstum halda svo áfram inn í næstu þrjú köst.


Hér má nálgast kaströðina í kvöld


MBL: Tilbúinn til að kasta langt


Áfram Ísland!

Vertu með - Helgi Sveinsson
 

Vertu með - Helgi Sveinsson from Eventa Films on Vimeo.


Mynd/ ÍF - Helgi Sveinsson í Paralympic-Village í Ríó de Janeiro.