Íslenski Paralympics-hópurinn hefur nú komið sér haganlega fyrir í Paralympic-þorpinu í Ríó de Janeiro í Brasilíu. Æfingar eru hafnar og hópurinn að laga sig að aðstæðum.
Þorsteinn Halldórsson æfði á keppnissvæðinu í bogfimi í dag og sundkonurnar Thelma Björg og Sonja létu sitt ekki eftir liggja í keppnislauginni. Þann 5. september næstkomandi verður íslenski hópurinn formlega boðinn velkominn í þorpið á svokallaðri Team Welcome Ceremony og þann 7. september, á þjóðhátíðardegi Brasilíu, fer opnunarhátíð Paralympics fram á hinum heimsfræga Maracana-leikvangi.