Samstarf við NCSD Winter Park Ný verkefni fyrir fjölskyldur og hreyfihamlaðar konur


ÍF er að kanna áhuga á fjölskylduferð til Winter Park í Colorado 2017 en í janúar 2016 var farin fyrsta ferðin í samstarfi við NSCD, National Sport Center for disabled.  Þá fóru fimm fjölskyldur fatlaðra barna til Winter Park Aðaláherslan var á skíðaiðkun en fjölbreytt dagskrá var í boði þar sem farið var í  hundasleðaferð, á hestasleða, kajak o.fl.  Börnin höfðu sótt námskeið ÍF, VMÍ og NSCD í Hlíðarfjalli eða Bláfjöllum og flestir hófu þar sína skíðaiðkun. Tengiliður Íslands í Winterpark er Beth Fox sem hefur verið leiðbeinandi námskeiða á Íslandi.

 

Nú er verið að kanna hvort áhugi er hjá fjölskyldum fatlaðra barna að fara slíka ferð 2017 en tímasetning yrði frá 17. – 25. janúar 2017. Hópurinn frá ÍF nýtur sérkjara kr. $1,346 á mann miðað við 20 manna hóp. Miðað er við að það sé lágmarksfjöldi. Innifalið er gisting og uppihald, ferðir milli staða og þátttaka í fjölbreyttum útivistarverkefnum. 

Þar sem fyrirvari er stuttur fyrir verkefnið 2017 þarf fólk að láta vita af sér sem fyrst en einnig er óskað eftir því að fólk láti vita ef áhugi er til staðar en hentar betur að fara í janúar 2018.
Nánari upplýsingar má fá hjá Marrit Meintema, marrit@greining.is


Í undirbúningi er fyrsta ferðin til Winter Park fyrir ungar hreyfihamlaðar konur en sú ferð verður 24. janúar til 1. febrúar 2017.  Nánari upplýsingar á skrifstofu ÍF -  annak@ifsport.is