Arnar sjöundi í 200m spretti


Arnar Helgi Lárusson, UMFN, opnaði í gær þátttöku Íslands á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum sem nú stendur yfir í Grosseto á Ítalíu. Arnar keppti þá í 200m hjólastólarace í flokki T53.

Íslandsmet Arnars í greininni hélt velli þar sem hann kom sjöundi í mark í gær á tímanum 32,16 sek. en sigurvegarinn Moatez Jomni frá Bretlandi kom í mark á tímanum 26,64 sek.

Arnar keppir aftur í dag og þá í 400m race en undanúrslit hefjast núna kl. 9.48 hjá Arnari og úrslit verða kl. 16.06 að íslenskum tíma í dag.

Á morgun hefur Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Eik, svo keppni í 400m hlaupi T20.