Bikarkeppni Íþróttasambands fatlaðra í sundi fer fram í Laugardalslaug laugardaginn 11. júní.


Upphitun hefst kl. 14:00

Keppni kl. 15:00

Fyrirkomulag bikarkeppni skv. reglubók ÍF

  • Hvert lið má senda tvo (2) keppendur í hverja grein og hver keppandi má synda í mest þrem (3) greinum.
  • Félag má senda B-lið og C-lið til keppninnar með þeim takmörkunum að sundmaður í A-liði félagsins getur ekki keppt í B-liði né heldur í C-liði og öfugt.
  • Með skráningum skal fylgja keppendalisti og þar skráðir þeir varamenn sem koma til með að synda á mótinu. Þeir varamenn sem ekki eru á keppendalista fá ekki að synda.
  • Sundmenn sem hafa verið skráðir til leiks með meira en einu félagi á sundmót á vegum ÍF eða félaga innan þess á yfirstandandi sundári eru ekki gjaldgengir í bikarkeppni.
  • Stig eru veitt fyrir hvert sund samkvæmt stigaformúlu ÍF í flokki viðkomandi sundmanns.
  • Stigahæsta félagið hlýtur nafnbótina Bikarmeistarar ÍF í sundi og fær að launum farandbikar.
  • Geri sundamaður ógilt fer fram aukariðill í viðkomandi grein í lok mótsins og keppir þá varamaður/varamenn í stað þess sundmanns/sundmanna sem ógilt gera.