Íþróttasamband fatlaðra fagnaði 37 ára afmæli sínu þann 17. maí síðastliðinn en sambandið var stofnað árið 1979. Stjórn og starfsfólk ÍF þakkar samfylgdina og samstarfið á liðnum áratugum og sendir sérstakar þakkir til allra þeirra sem hafa unnið að íþróttastarfi fatlaðra í landinu frá upphafi - án ykkar væri þetta ekki hægt!
Á þessu ári fara fram Evrópumeistaramót í sundi, frjálsum og bogfimi þar sem Íslendingar eiga þátttakendur og hafa þegar unnist ein silfurverðlaun á EM í sundi en það mikla afrek vann Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Fjölni. Íþróttamenn úr röðum fatlaðra hafa víða látið að sér kveða og hefur Arna Sigríður Albertsdóttir m.a. látið vel að sér kveða í handahjólreiðum og svona mætti lengi telja. Stærsta verkefni sambandsins þetta ár er þó óumdeilanlega Paralympics í Ríó de Janeiro en þar mun Ísland eiga nokkra fulltrúa og verða þeir kynntir til leiks á næstunni.
Á þessu ári fara fram Evrópumeistaramót í sundi, frjálsum og bogfimi þar sem Íslendingar eiga þátttakendur og hafa þegar unnist ein silfurverðlaun á EM í sundi en það mikla afrek vann Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Fjölni. Íþróttamenn úr röðum fatlaðra hafa víða látið að sér kveða og hefur Arna Sigríður Albertsdóttir m.a. látið vel að sér kveða í handahjólreiðum og svona mætti lengi telja. Stærsta verkefni sambandsins þetta ár er þó óumdeilanlega Paralympics í Ríó de Janeiro en þar mun Ísland eiga nokkra fulltrúa og verða þeir kynntir til leiks á næstunni.