Islandsleikar Special Olympics í knattspyrnu í samvinnu við íþróttafélagið Ösp og KSÍ verða á Þróttarvellinum, laugardaginn 30. apríl.
Keppni hefst kl. 13.20.
Keppt verður í tveimur riðlum og skrá þarf lið í hvorn riðil.
1. riðill Styrkleikastig 1 (sterkustu liðin)
2. riðill Styrkleikastig 2
Konur og karlar spila saman í liði og leikið verður í 5 manna liðum á ¼ velli. Hvert lið má hafa 2 varamenn.
Einstaklingar sem æfa úti á landi og vantar lið, geta skráð sig til keppni með liði sem er skráð, gefi þjálfari leyfi til þess.
Hlaupið verður kyndilhlaup lögreglu fyrir leikana og keppendur eru velkomnir að taka þátt, nánar kynnt síðar.
Skráningar þurfa að berast í netfang gulli@ksi.is cc annak@ifsport.is fyrir mánudaginn 25. apríl