Arna með gull í Abu Dhabi


Arna Sigríður Albertsdóttir gerði góða ferð til Abu Dahbi á dögunum þar sem hún landaði sínu fyrsta gulli í handahjólreiðum á Abu Dhabi - European Handcycling Circuit.

Í tímatökunni hafnaði Arna Sigríður í 2. sæti en vann keppnina í götuhjólreiðum en þá hjóla allir eins langt og þeir geta á einni klukkustund og auk þess var tekinn einn hringur á Yas Marina Circuit kappakstursbrautinni.

Í viðtali við Fréttablaðinu á dögunum sagði Arna stefna að því að tryggja sér þátttökurétt á Paralympics sem fram fara í Ríó de Janeiro í september á þessu ári.

Sjá viðtalið við Örnu í Fréttablaðinu

Úrslit keppninnar í Abu Dhabi

Mynd/ Úr einkasafni - Arna við verðlaunaafhendinguna í Abu Dhabi