Þorsteinn lagður af stað á EM í bogfimi


Bogfimiskyttan Þorsteinn Halldórsson hélt í morgun út til Frakklands til þátttöku í Evrópumeistaramóti fatlaðra í bogfimi. Þorsteinn sem tók þátt á HM síðastliðið sumar stefnir ótrauður að því að tryggja sér farseðilinn á Paralympics í Ríó de Janeiro síðar á þessu ári.

Ef Þorsteinn næði að tryggja sér þátttökurétt á Paralympics yrði hann fyrsti bogfimikeppandi Íslands í sögunni á Paralympics en hans bíður hörkukeppni í Frakklandi. Evrópumeistaramótið fer fram dagana 4.-10. apríl næstkomandi.

Guðjón Einarsson verður Þorsteini til halds og traust í ferðinni ytra.