Fyrri keppnisdagur Íslandsmóts ÍF í 50m laug fór fram í Vatnaveröld í Reykjanesbæ í gær. Tvö ný Íslandsmet féllu á mótinu en þar voru Sandra Sif Gunnarsdóttir, Fjölnir, og Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, að verki.
Sandra Sif setti nýtt Íslandsmet í 200m skriðsundi í flokki S13 (sjónskertir) er hún synti á tímanum 2:59,66 mín. Sonja setti svo nýtt Íslandsmet í 100m baksundi í flokki S4 (hreyfihamlaðir) er hún synti á tímanum 2:15,88 mín.
Mótið heldur áfram í dag í Vatnaveröld og þá heldur keppni í boccia einnig áfram í íþróttahúsinu við Sunnubraut og keppni í lyftingum hefst í Ljónagryfjunni í Njarðvík kl. 13.00.
Mynd/ Guðmundur Sigurðsson - Sandra t.v. og Sonja t.h. hægri með bolina appelsínugulu sem staðfestingu þeirra á nýju Íslandsmetunum.