Íslandsmóti ÍF í sveitakeppni í boccia er lokið en mótið fór fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ um helgina. Akur-B kom sá og sigraði í 1. deild í boccia og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum eftir æsispennandi keppni. Íslandsmótið fór fram í umsjón Íþróttafélagsins Nes í góðri umgjörð og vill Íþróttasamband fatlaðra koma á framfæri innilegu þakklæti til handa Nes fyrir mótahaldið og samstarfið.
Úrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni í boccia 2016
1. deild
1. sæti: Akur B: Védís Elva Þorsteinsdóttir, Helga Helgadóttir og Íris Ósk Vigfúsdóttir.
2. sæti: Nes 1: Konráð Ragnarsson, Arnar Már Ingibergsson og Ragnar Lárus Ólafsson.
3. sæti: ÍFR A: Hjalti Bergmann Eiðsson, Jakob Ingimundarson og Sveinn Gíslason.
2. deild
1. sæti: Eik F: Jón Óskar Ísleifsson, Anna Ragnarsdóttir og Sigrún Ísleifsdóttir
2. sæti: ÍFR H: Erla Grétarsdóttir, Lúðvík Frímannsson og Þorbjörg Guðmundsdóttir
3. sæti: Þjótur B: Anton Kristjánsson, Lindberg Már Scott og Emma Rakel Björnsdóttir
3. deild
1. sæti: Völsungur D: Sigurður Helgi Friðnýjarson, Hildur Sigurgeirsdóttir, Olli Karls
2. sæti: Nes 11: Kristrún Bogadóttir, Máni Sigurbjörnsson og Eðvarð Sigurjónsson.
3. sæti: Nes 9: Erla Sif Kristinsdóttir, Unnur Hafstein Ævarsdóttir og Svanfríður Lind Árnadóttir.
BC 1,2 og 4
1. sæti: ÍFR A: Ingi Björn Þorsteinsson, Hilmar Kolbeins
2. sæti: Ösp K: Kristín Jónsdóttir
3. sæti: Ösp J: Hulda Klara Ingólfsdóttir, Kjartan Ásmundsson
Rennuflokkur
1. sæti: Nes/Ægir: Ástvaldur Ragnar Bjarnason og Bernharður Jökull Hlöðversson
2. sæti: Ösp J: Kristján Vignir Hjálmarsson og Þórey Rut Jóhannesdóttir
3. sæti: Ívar: Ragnheiður Ásta Sveinbjörnsdóttir