Aðferðir við val keppenda fyrir þátttöku á Paralympics í Ríó de Janerio 2016 fer fram á eftirfarandi hátt.
1.
Stjórn Íþróttasambands fatlaðra og Ólympíuráð ÍF sér um val keppenda vegna Paralympics í Ríó árið 2016. Það er hlutverk Ólympíuráðs ÍF að skipuleggja, stýra og stjórna vali keppenda vegna Ríó 2016 og senda tillögur til stjórnar ÍF til endanlegs samþykkis.
Paralympics eru frábrugðnir Ólympíuleikunum (Olympic Games) að því leiti að færri keppendur öðlast þátttökurétt á mótinu. Þátttökunni er stýrt í gegnum „kvóta“ sem hverri þjóð er úthlutað. Í heildina öðlast rúmlega 4000 íþróttamenn keppnisrétt. Misjafnt er hvenær þeim tíma líkur sem íþróttamenn í einstökum greinum hafa til þess að ná lágmörkum (MQS) fyrir mótið í Ríó og hvenær hverri þjóð verður úthlutaður ,,kvóti“ með tilliti til stöðu íþróttamanna samkvæmt þeim reglum sem um það gilda í hverri grein. Líkt og fyrir undangengin Paralympic mót má gera ráð fyrir að fleiri en þeir sem endanlega öðlast keppnisrétt á mótinu nái lágmörkum.
2.
Val keppenda fyrir Paralympics árið 2016.
Nái fleiri keppendur tilskyldum lágmörkum fyrir Paralympic mótið í Ríó 2016 en sá „kvóti“ er Íslandi er úthlutað í hverri grein fer val keppenda fram í samræmi við neðangreindar valaðferðir:
• möguleiki á að vinna til verðlauna í viðkomandi íþróttagrein
• möguleiki á þátttöku í úrslitum viðkomandi íþróttagreinar
• fjöldi A og B lágmarka sem viðkomandi íþróttamaður hefur náð
• staða íþróttamanna á heimslista viðkomandi íþróttagreinar
• hvaða einstaklingar áunnu Íslandi úthlutuðum “kvóta”
Endanlegt val keppenda fyrir Paralympics í Ríó verður kynnt í síðasta lagi 15. maí 2016.
3.
Val þjálfara/fararstjóra/aðstoðarmanna.
Þegar keppandi hefur verið valinn til þátttöku í íþróttagrein skal Ólympíuráð ÍF tilnefna þjálfara með viðkomandi keppanda.
Til þess að fá þá þjálfara/fararstjóra/aðstoðarmenn sem best geta nýst keppendum á Paralympic mótinu verða settar upp vinnureglur um hvernig að vali þeirra skuli staðið. Val þessara einstaklinga ætti að fara fram eins tímanlega og kostur er og eigi síðar en 15. júní 2016.
Það er stjórn ÍF í samráði við Ólympíuráð ÍF sem tekur endanlega ákvörðun um val þjálfara / fararstjóra / aðstoðarmanna.
Tengt efni: Hvað eru Paralympics?