Tíu keppendur víðsvegar af landinu mættu um síðustu helgi í æfingabúðir Íþróttasambands fatlaðra í boccia. Stífar æfingar voru í Laugardalshöllinni bæði laugardag og sunnudag og síðan var bóklegur tími í Klettaskóla á laugardeginum.
Mikið var kastað, spáð og spekulerað og lögðu keppendur sig alla fram enda mikið í húfi. Hluti þessa hóps mun síðan taka þátt í Norðurlandamóti í Finnlandi um miðjan maí. Allir fengu svo heimaverkefni sem vonandi verða unnin af mikilli samviskusemi.
Boccianefnd þakkar keppendum, þjálfurum og aðstoðarmönnum ánægjulega helgi og hlakkar til framhaldsins.
Mynd/ JBÓ - Frá æfingabúðum ÍF í boccia um síðustu helgi.
Mikið var kastað, spáð og spekulerað og lögðu keppendur sig alla fram enda mikið í húfi. Hluti þessa hóps mun síðan taka þátt í Norðurlandamóti í Finnlandi um miðjan maí. Allir fengu svo heimaverkefni sem vonandi verða unnin af mikilli samviskusemi.
Boccianefnd þakkar keppendum, þjálfurum og aðstoðarmönnum ánægjulega helgi og hlakkar til framhaldsins.
Mynd/ JBÓ - Frá æfingabúðum ÍF í boccia um síðustu helgi.