RIG ráðstefna um afreksíþróttir


Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir íþróttaráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík fimmtudaginn 21. janúar. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu V101 í tilefni af Reykjavík International Games.

Margir áhugaverðir fyrirlesarar munu flytja erindi um afreksíþróttir. Fyrirlestrarnir fara fram á ensku og verður Adolf Ingi Erlingsson ráðstefnustjóri.

Miða á ráðstefnuna er hægt að kaupa á midi.is. Ráðstefnugjald er 3.500 kr.- og er léttur kvöldverður innifalinn.

Nánar hér