Spjótkastkeppninni var að ljúka á heimsmeistaramóti fatlaðra sem nú stendur yfir í Doha. Helgi Sveinsson, Ármann, hafnaði í 3. sæti en þetta var í fyrsta sinn sem keppt er í sameiginlegum flokkum F42,43 og 44.
Í fyrsta kasti setti Helgi heimsmeistaramótsmet í flokki F42 þegar hann kastið 55,18 metra en heimsmet hans í greininni er 57,36 metrar.
Kastsería Helga: 55,18 - X - 45,71 - X - 51,91 - 51,20
Maricio Fernandes frá Cape Verde hafði sigur í greininni en hans lengsta kast var 56,24 metrar. Í öðru sæti var Nýsjálendingurinn Rory McSweeney með kast upp á 55,80 metra.
Íþróttasamband fatlaðra óskar Helga til hamingju með heimsmeistaramótsmetið og bronsverðlaunin.