Vikuna 20. – 25. október voru staddir á landinu góðir gestir frá Rúmeníu. Þetta eru þrír fulltrúar frá Special Olympics í Rúmeníu, Roxana Ossian, Corina Radu, Viorel Mocanu og 3 prófessorar frá Háskólum í Búkarest og Targovista, Aura Boda, Gabriel Popescu og Bianca Chera-Ferrario.
Special Olympics á Íslandi hóf samstarf við Special Olympics í Rúmeníu í janúar 2015 þegar fulltrúar Íslands fóru til Rúmeníu til að kynna sér verkefnið YAP – Young Athlete Program. Verkefnið er alþjóðaverkefni sem sett var á fót af Special Olympics International með það að markmiði að efla hreyfingu ungra barna með sérþarfir.
Hópurinn heimsótti ungbarna og heilsuleikskóla og háskóla, auk þess fylgdist hann með sundkennslu barna í Klettaskóla og íþróttaæfingum. Samstarf háskólakennara við Special Olympics í Rúmeníu hefur m.a. byggst á þjálfun barna með sérþarfir þar sem aðgangur er ókeypis að opnum tímum í húsnæði skólanna og nemendur aðstoða kennara sína í sjálfboðavinnu. Gestirnir voru með innlegg um verkefnið á ráðstefnu Special Olympics, laugardaginn 24. október en ráðstefnan tókst einkar vel til og vill Special Olympics á Íslandi þakka öllum þeim er mættu.
Mynd 1; Hópurinn á æfingu hjá skautadeild Aspar í skautahöllinni
Mynd 2; Gabriel Popescu leiðbeinir ungum fimleikadreng í Gerplu en Gabriel keppti á Ólympíuleikum og er margreyndur þjálfari og alþjóðadómari í fimleikum.