Hjólastólakappakstursmaðurinn Arnar Helgi Lárusson, UMFN, setti í dag nýtt Íslandsmet í 200m race á Heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum sem nú stendur yfir í Doha í Katar.
Arnar kom í mark á tímanum 32,77 sek. en gildandi met hans fyrir mótið var 33,35 sek. Árangurinn dugði Arnari Þó ekki inn í úrslit en síðasti tíminn inn í úrslitin í kvöld var 29,69 sek.
Arnar Helgi á eina grein eftir á mótinu en það er keppni í 400m race sem fram fer 27. október og þann 29. október keppir Helgi Sveinsson í spjótkasti.
Arnar kom í mark á tímanum 32,77 sek. en gildandi met hans fyrir mótið var 33,35 sek. Árangurinn dugði Arnari Þó ekki inn í úrslit en síðasti tíminn inn í úrslitin í kvöld var 29,69 sek.
Arnar Helgi á eina grein eftir á mótinu en það er keppni í 400m race sem fram fer 27. október og þann 29. október keppir Helgi Sveinsson í spjótkasti.