Íslandsmótið sett í Laugardal



Íslandsmót ÍF í einliðaleik í boccia í samstarfi við Íþróttafélagið Ösp var sett í Laugardalshöll í kvöld. Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra setti mótið en rúmlega 200 keppendur frá 15 aðildarfélögum ÍF munu spreyta sig í boccia alla helgina.

Fimleikaiðkendur úr röðum fatlaðra sem stunda æfingar hjá Gerplu í Kópavogi héldu flotta sýningu við setningarathöfnina og komu keppendum í rétta gírinn fyrir helgina.

Fjörið hefst strax á morgun en dagskrá morgundagsins er svo útlítandi:

Laugardagur 10. október.
       Kl.   9:00 - 11:05    7. deild
       Kl. 11:05 - 13:10    6. deild
       Kl.  13:10 - 15:15   5. deild
       Kl. 15:15 - 17:20    4. deild
       Kl. 17:20 - 19:25    3. deild
       Kl. 19:25 - 21:30    2. deild
       Kl.  13:10 - 17:10    Rennuflokkur
       Kl.  17:10 - 21:30    BC 1 - 4

Efri mynd/ Fulltrúar frá ÍFR og Grósku við setningarathöfnina í Laugardalshöll í kvöld.
Neðri mynd/ Fimleikaiðkendur Gerplu í góðum gír.