Helgi og Arnar fulltrúar Íslands á HM í frjálsum



Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Doha í Katar dagana 22.-31. október næstkomandi. Fulltrúar Íslands á mótinu eru spjótkastarinn Helgi Sveinsson, Ármann og hjólastólakappaksturmaðurinn Arnar Helgi Lárusson, UMFN.


Helgi keppir í spjótkasti í flokki F42,43 og 44 en það er sameiginlegur keppnisflokkur þriggja fötlunarflokka í spjótkasti. Arnar Helgi keppir í flokki T53 í hjólastólakappakstri en hann mun keppa í 100m og 200m akstri.


Aðalþjálfari í ferðinni er Kári Jónsson landsliðsþjálfari ÍF í frjálsum og hópnum til aðstoðar verður Ásmundur Jónsson.


Glæsileg sumur eru að baki hjá bæði Arnari og Helga, Helgi með magnaðar bætingar í þrígang á heimsmetinu í spjóti og Arnar Helgi með nokkur ný Íslandsmet í hjólastólakappakstri.

Mynd 1: Helgi Sveinsson

Mynd 2: Arnar Helgi Lárusson