Visir.is: Ætla mér að vinna Ólympíugull




„Þetta er búið að vera á teikniborðinu mjög lengi sem gerir það að verkum að það er ennþá sætara að hafa loksins náð þessu,“ sagði Helgi Sveinsson, spjótkastari úr Ármanni, í samtali við Fréttablaðið í gær en Helgi setti nýtt heimsmet í spjótkasti fatlaðra í flokki F-42.

Var þetta í þriðja sinn sem Helgi kastaði lengra en fyrra heimsmet en þetta var í fyrsta sinn sem hann gerði það á móti sem er viðurkennt af Alþjóðafrjálsíþróttasamtökum fatlaðra.

Rætt er við Helga í Fréttablaðinu í dag - viðtalið má sjá hér á Vísir.is

Mynd/ Jón Björn - Helgi á EM í Swansea sumarið 2014.