Hulda fimmta á lokamóti Grand Prix mótaraðar IPC



Kúluvarparinn Hulda Sigurjónsdóttir fékk á dögunum boð til að keppa á lokamóti Grand Prix mótaraðar IPC (Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra) í London. Hulda sem hefur verið í mikilli framför síðustu misseri kastaði lengst 9,65 metra á mótinu og hafnaði í 5. sæti.

Mótið fór fram á Ólympíuleikvanginum í London og sagði Hulda m.a: „Þetta voru svo mikil viðbrigði fyrir mgi að keppa í kringum allan þennan hávaða, það er munur að keppa í Laugardalnum með fá sem enga áhorfendur eða 10-15 þúsund manns allir að öskra,“ sagði Hulda.

Kastsería Huldu á mótinu

9.30m í fyrsta
9.56m í annarri.
9.65 í þriðju.
X
9.60m í fimmtu
9.45m í síðustu umferð
5. Sæti

Mynd/ Hulda í London þar sem hún hafnaði í 5. sæti á lokamóti Grand Prix mótaraðar IPC. Ljóst er að Hulda er að skipa sér á sess með fremstu kúluvörpurum í röðum þroskahamlaðra og verður forvitnilegt að fylgjast áfram með þessari öflugu Suðra-konu.