Hið árlega púttmót til minningar um Hörð Barðdal fór fram í Hraunkoti í Hafnarfirði í vikubyrjun. Feðgarnir Pálmi Pálmason og Pálmi Ásmundsson höfðu sigur á mótinu, Pálmason í flokki fatlaðra en Ásmundsson og sá eldri í flokki ófatlaðra. Pálmi Pálmason verður einnig fulltrúi Íslands í golfi á alþjóðaleikum Special Olympics í Los Angeles í júlímánuði.
Úrslit mótsins
Flokkur fatlaðra
1. Pálmi Pálmason
2. Elín Fanney Ólafsdóttir
3. Þóra María Fransdóttir
Flokkur ófatlaðra
1. Pálmi Ásmundsson
2. Birgir Hólm
3. Elín
Hvatningarbikar mótsins hlaut Þóra María Fransdóttir
Minningarsjóðurinn var stofnaður til þess að heiðra minningu Harðar Barðdal, frumkvöðuls og afreksmanns úr röðum fatlaðra og er markmið sjóðsins að halda á lofti þeim kyndli sem Hörður tendraði með starfi sínu í þágu fatlaðra íþróttamanna og þá sérstaklega fatlaðra kylfinga.
Hörður Barðdal fæddist 22. maí 1946, en lést eftir skammvinna baráttu við krabbamein 4. ágúst 2009. Níu ára að aldri fékk Hörður lömunarveiki, en lét það aldrei aftra sér frá leik né starfi og ber afreksskrá hans í íþróttum vitni um eljusemi hans og baráttuhug. Fatlaðir kylfingar fengu að njóta krafta hans og var hann hvatamaður að stofnun Golfsamtaka fatlaðra og formaður samtakanna til dauðadags.