EM 2016 í sundi verður í Portúgal



Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi verður haldið í Madeira í Portúgal dagana 15.-21. maí á næsta ári. Gert er ráð fyrir að um 450 sundmenn frá 50 þjóðlöndum taki þátt í mótinu sem verður eitt stærsta sundmót ársins fyrir Paralympics í Ríó 2016.
 
Keppt verður í Complexo Olimpico de Piscinas da Penteada í Madeira sem er glæsileg sundhöll þeirra Portúgala. Höllin var opnuð árið 2004 og kostaði litlar 25 milljónir Evra í byggingu.

Mynd/ Complexo Olimpico de Piscinas da Penteada er glæsileg sundhöll.