Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi fer fram dagana 13.-19. júlí í Glasgow í Skotlandi og verða allir sjö keppnisdagar mótsins í beinni á netinu á vefsíðunni www.glasgow2015.com
Á vefsíðunni má einnig finna keppnisdagskrá mótsins en eins og áður hefur komið fram sendir Ísland fjóra keppendur en þeir eru Jón Margeir Sverrisson, Sonja Sigurðardóttir, Kolbrún Alda Stefánsdóttir og Thelma Björg Björnsdóttir.
Um 580 keppendur frá um það bil 70 þjóðlöndum eru skráðir til leiks á mótið og í fyrsta sinn á HM í sögu Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) verða keppendur frá Kamerún, Gambíu, Barbados, Mongólíu, Nepal og Möltu. Mótið mun ráða miklu fyrir marga sundmenn sem freista þess að ná lágmörkum fyrir Paralympics sem fram fara í Ríó á næsta ári.
Mynd/ Kolbrún Alda Stefánsdóttir sundkona hjá Firði/SH verður einn fjögurra fulltrúa Íslands í Glasgow í næsta mánuði.