Ísland sendir 18 keppendur á Norræna barna- og unglingamótið



Norræna barna- og unglingamótið fer fram í Færeyjum þetta sumarið og sem fyrr sendir Ísland fjölmennan hóp til þátttöku. Mótið á sér langa sögu þar sem fötluð börn og ungmenni koma saman og keppa í íþróttum og kynnast kollegum sínum á Norðurlöndunum.
 
Mótið fer fram dagana 2.-7. júlí næstkomandi í þorpinu Tóftir. Auk þess að keppa í íþróttum verður margvíslegt fyrir stafni eins og t.d. kynningar á fjölmörgum íþróttagreinum, skoðunarferðir um Færeyjar og fleira.
 
Keppendur Íslands á Norræna barna- og unglingamótinu 2015
 
Viktor Ingi Elíasson             
Ýmir Snær Hlynsson           
Haukur H. Loftsson             
Magnús Aron Ceesay           
Erlingur Ísar Viðarsson       
Hilmar Björn Zoega             
Róbert Ísak Jónsson             
Fannar Logi Jóhannesson     
Þorsteinn Goði Einarsson     
Ingólfur Már Bjarnason       
Ísar Þorsteinsson                          
Tanya E. Jóhannsdóttir        
Helena Ó. Hilmarsdóttir      
Bjarney G. Jónsdóttir           
Arndís Atladóttir                 
Hildur Sigurgeirsdóttir          
Ólafía Ósk Svanbergsdóttir 
Þuríður A. Óskarsdóttir

Mynd/ Ingibjörg - Hluti hópsins kom saman á dögunum við æfingar og snæðing en markmiðið var að gefa öllum færi á því að kynnast og stilla saman strengi sína fyrir Færeyjarförina.